30 ára Selmdís er Húsvíkingur, fædd þar og uppalin. Hún er með BS- og MEd-gráðu í íþrótta- og heilsufræðum frá HÍ og er íþróttakennari við Framhaldsskólann á Húsavík. Hún er einnig frjálsíþróttaþjálfari og þjálfari í Íþróttaskóla Völsungs.
30 ára Selmdís er Húsvíkingur, fædd þar og uppalin. Hún er með BS- og MEd-gráðu í íþrótta- og heilsufræðum frá HÍ og er íþróttakennari við Framhaldsskólann á Húsavík. Hún er einnig frjálsíþróttaþjálfari og þjálfari í Íþróttaskóla Völsungs. Selmdís er félags- og forvarnafulltrúi í FSH og situr í stjórn Héraðssambands Þingeyinga. „Áhugamál mín eru að smíða, hjólreiðar, útivist og önnur hreyfing ásamt ferðalögum með fjölskyldunni.

Fjölskylda Selmdís er gift Írisi Atladóttur, f. 1991, starfsmanni á sambýli. Dætur þeirra eru Heiða, f. 2017, og Fanney, f. 2021. Foreldrar Selmdísar eru Þráinn Þráinsson, f. 1965, rafvirki hjá Víkurrafi, og Aðalheiður Tryggvadóttir, f. 1968, skólaliði í Borgarhólsskóla. Þau eru búsett á Húsavík.