Árni Matthíasson eða Árni Matt eins og hann er jafnan kallaður, menningarblaðamaður og tæknigúrú, ræddi um ófarir samfélagsmiðilsins Facebook upp á síðkastið í Síðdegisþættinum og gaf greinargóða lýsingu á því hvað hefur farið úrskeiðis á miðlinum á...

Árni Matthíasson eða Árni Matt eins og hann er jafnan kallaður, menningarblaðamaður og tæknigúrú, ræddi um ófarir samfélagsmiðilsins Facebook upp á síðkastið í Síðdegisþættinum og gaf greinargóða lýsingu á því hvað hefur farið úrskeiðis á miðlinum á síðustu misserum.

Taldi hann að það væri mjög ólíklegt að Facebook myndi loka í Evrópu eins og Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook og Meta, hótaði á dögunum að gera ef samningar um persónuvernd, vörslu notendaupplýsinga og gagnaflutninga hentuðu fyrirtækjunum ekki. „Eru þeir að fara að segja: Hér er mörg hundruð milljóna markaður sem við ætlum ekki að þjóna? Nei, ég sé það ekki gerast,“ sagði Árni. Nánar á K100.is.