Hress George Crumb fyrir tveimur árum.
Hress George Crumb fyrir tveimur árum. — Ljósmynd/Peter Matthews
Bandaríska tónskáldið George Crumb er látinn 92 ára að aldri. Í frétt NPR kemur fram að þótt sumum áheyrendum hafi fundist tónlist hans fráhrindandi og torskilin hafi hún oftar en ekki endurspeglað djúpstæðar tilfinningar bandarísku þjóðarinnar.

Bandaríska tónskáldið George Crumb er látinn 92 ára að aldri. Í frétt NPR kemur fram að þótt sumum áheyrendum hafi fundist tónlist hans fráhrindandi og torskilin hafi hún oftar en ekki endurspeglað djúpstæðar tilfinningar bandarísku þjóðarinnar. Sem dæmi er nefnt tímamótatónverkið Black Angels frá 1970 sem endurspeglaði hrylling stríðsins í Víetnam með því að nota töluð orð, raftónlist og spila með boga á vatnsfyllt glös. Verkið veitti fiðluleikaranum David Harrington svo mikinn innblástur að hann stofnaði Kronos-kvartettinn 1973 með það að markmiði að rannsaka nýja tónlist og nýjan hljóðheim strengjakvartettsins.

Áratugum síðar upplýsti David Bowie að upprunalega upptakan af tónverkinu hefði alla tíð verið uppáhaldsplata hans. Crumb hlaut Pulitzer-verðlaun 1968 fyrir tónverkið Echoes of Time and the River og 2001 hlaut hann Grammy-verðlaun fyrir verkið Star-Child.