Hafrún Friðriksdóttir hefur svo sannarlega látið til sín taka í alþjóðlega lyfjageiranum: fyrst hjá Omega Pharma, svo hjá Actavis, þá Allergan og loks hjá ísraelska lyfjarisanum Teva frá 2017.
Hún hlaut á dögunum viðurkenningu FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu, og nefndi dómnefnd félagsins sérstaklega að Hafrún hefði ekki aðeins vakið athygli fyrir faglega færni sína heldur líka skoðanir sínar og litríkan persónuleika.
Hverjar eru helstu áskoranirnar
í rekstrinum þessi misserin?
Faraldurinn hefur breytt rekstrarumhverfi allra lyfjafyrirtækja á margan hátt og fara t.d. kynningar á nýjum lyfjum núna fram á netinu frekar en með heimsóknum til lækna eins og áður.
Hver var síðasta ráðstefnan sem
þú sóttir?
Hvaða bók hefur haft mest áhrif
á hvernig þú starfar?
Hvernig heldurðu þekkingu þinni við?
Hugsarðu vel um líkamann?
Hvaða kosti og galla sérðu
við rekstrarumhverfið?
Það er mikill munur á rekstrarumhverfi lyfjafyrirtækja á milli landa en við erum með lyf á markaði í meira en sextíu löndum víðsvegar um heiminn. Flest lönd Evrópu eru frekar stöðug hvað lyfjageirann varðar og lyfjaverð að miklu leyti ákveðið ellegar samþykkt af yfirvöldum í hverju landi. Í Bandaríkjunum ræðst lyfjaverð hins vegar mun meira af framboði og eftirspurn, og fleiri þáttum.
Hvað gerirðu til að fá orku og
innblástur í starfi?
Hin hliðin
Nám: MS í lyfjafræði frá Háskóla Íslands 1987 og doktorspróf í eðlislyfjafræði frá sama skóla 1997.Störf: Sviðsstjóri hjá Omega Pharma frá 1997 til 2002; ýmsar stöður hjá Actavis Group frá 2002 til 2015, m.a. aðstoðarframkvæmdastjóri rannsóknar- og þróunarsviðs; aðstoðarframkvæmdastjóri og síðar framkvæmdastjóri samheitalyfjasviðs Allergan frá 2015 til 2016; ýmsar stjórnunarstöður hjá Teva Pharmaceuticals frá 2017 síðast framkvæmdastjóri rannsóknar- og þróunarsviðs.
Áhugamál: Ég hef stundað hlaup og skokk í um það bil fjóra áratugi, bæði utan vegar og á malbiki. Í tvígang hljóp ég maraþon í New York, og einnig í Reykjavík, á Mývatni, í London, Berlín, Búdapest, París, Chicago og víðar.
Fjölskylduhagir: Ein af fimm systkinum. Á sambýlismann og tvo syni, tvær tengdadætur og fjögur barnabörn.