Þorgrímur Jónsson
Þorgrímur Jónsson
Bassaleikarinn Þorgrímur Jónsson kemur fram ásamt hljómsveit á hádegistónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, fimmtudag, og hefjast þeir kl. 12.

Bassaleikarinn Þorgrímur Jónsson kemur fram ásamt hljómsveit á hádegistónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, fimmtudag, og hefjast þeir kl. 12. Með honum leika Rögnvaldur Borgþórsson á gítar, Tómas Jónsson á píanó og fleira og Magnús Trygvason Eliasen á trommur.

Árið 2016 sendi Þorgrímur frá sér sína fyrstu sólóplötu og var hún valin plata ársins og Þorgrímur tónhöfundur ársins í flokki djass og blús á Íslensku tónlistarverðlaunum fyrir árið 2016.

Í ágúst síðastliðnum kom svo út hans önnur sólóplata sem ber nafnið Hagi. Sú plata hefur líka fengið glimrandi góðar viðtökur víðsvegar um heim sem og hérlendis.