Eftirvænting Adam Price handritshöfundur og leikkonurnar Sidse Babett Knudsen og Birgitte Hjort Sørensen.
Eftirvænting Adam Price handritshöfundur og leikkonurnar Sidse Babett Knudsen og Birgitte Hjort Sørensen. — AFP
Fjórða serían af dönsku þáttaröðinni Borgen hefur göngu sína á DR 1 sunnudaginn 13. febrúar kl. 19 að íslenskum tíma.

Fjórða serían af dönsku þáttaröðinni Borgen hefur göngu sína á DR 1 sunnudaginn 13. febrúar kl. 19 að íslenskum tíma. Frá því byrjað var að auglýsa nýju seríuna í danska sjónvarpinu um áramótin hefur undirrituð varla getað beðið eftir að fá að fylgjast með ævintýrum dönsku stjórnmálakonunnar Birgitte Nyborg sem Sidse Babett Knudsen túlkaði af miklu öryggi í fyrstu þremur þáttaröðunum á árunum 2010-2013, sem allar eru aðgengilegar á Netflix til upprifjunar.

Í kynningu á nýju seríunni kemur fram að Nyborg er nýorðin utanríkisráðherra þegar olía finnst óvænt á Grænlandi. Í nýafstöðnum kosningum talaði Nyborg fyrir grænum lausnum og vildi setja loftslagsmálin á oddinn. Af þeim sökum finnst henni að strax eigi að hætta við olíuvinnslu á Grænlandi. Vandinn er sá að bæði grænlenski ráðherrann Hans Eliassen og forsætisráðherrann Signe Kragh eru þeirrar skoðunar að nýta eigi olíuauðlindina. Sem fyrr skrifar Adam Price handrit þáttanna, en styrkur hans sem höfundar felst í því hversu vel þættirnir endurspegla aðkallandi málefni samtímans. Að þessu sinni er boðið upp á átta þætti og því mikil veisla fram undan.

Silja Björk Huldudóttir

Höf.: Silja Björk Huldudóttir