— AFP
Svíar geta nú strokið um frjálst höfuð á ný eftir að nær allar takmarkanir vegna kórónuveirunnar voru felldar úr gildi í gær.
Svíar geta nú strokið um frjálst höfuð á ný eftir að nær allar takmarkanir vegna kórónuveirunnar voru felldar úr gildi í gær. Meta stjórnvöld stöðu faraldursins svo eftir að ómíkron-afbrigðið varð ríkjandi að ekki sé lengur ástæða til sama viðbúnaðar og áður. Nú getur fólk til dæmis farið á knæpur og veitingastaði að vild án þess að sýna bólusetningarskírteini og ekki er krafist sérstakrar fjarlægðar á milli fólks. Var því fagnað á miðnætti í biðröðinni við næturklúbbinn KB í Malmö eins og myndin sýnir. Sömu afléttingar gilda um alla aðra mannfundi í landinu, svo sem á íþróttaviðburðum, leikhúsum og heilsuræktarstöðvum. Stefnt er að endanlegri afléttingu allra takmarkana 1. apríl næstkomandi.