Strengir Nemendur tónlistarskólans á 70 ára afmæli hans árið 2016.
Strengir Nemendur tónlistarskólans á 70 ára afmæli hans árið 2016. — Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Næsta laugardag ætla strengjasveitir Tónlistarskólans á Akureyri að standa fyrir Tíu tíma tónflæði. Tónlistin mun óma laugardaginn 12. febrúar, allan liðlangan daginn eða frá kl. 10 til 20.

Næsta laugardag ætla strengjasveitir Tónlistarskólans á Akureyri að standa fyrir Tíu tíma tónflæði. Tónlistin mun óma laugardaginn 12. febrúar, allan liðlangan daginn eða frá kl. 10 til 20.

Þar mun fjöldi strengjanemenda, allt frá hljómsveitum til smærri samspilshópa stakra nemenda, leggja hönd á plóg við að halda tónlistinni gangandi í Hömrum í Hofi í heila tíu tíma.

Tónaflóðið er skipulagt bæði til að halda upp fjöri þrátt fyrir allt kóvidið, en krökkunum þykja svona uppákomur yfirleitt mjög skemmtilegar, og einnig í fjáröflunarskyni, en foreldrafélagið býður fyrirtækjum að heita á hina ungu strengjaleikara. Safnað verður í ferðasjóð nemendanna og mun hann nýtast til hljómsveitaferðalaga og annarra slíkra viðburða. Eru menn hvattir til að leggja leið sína í Hof á laugardag og láta smáræði af hendi rakna í sjóðinn.