Abel Kandiho
Abel Kandiho
Yoweri Museveni, forseti Úganda, hefur falið Abel Kandiho, fyrrverandi yfirmanni leyniþjónustu hersins, að stjórna ríkislögreglunni. Hann hefur að undanförnu stýrt aðgerðum í Suður-Súdan.
Yoweri Museveni, forseti Úganda, hefur falið Abel Kandiho, fyrrverandi yfirmanni leyniþjónustu hersins, að stjórna ríkislögreglunni. Hann hefur að undanförnu stýrt aðgerðum í Suður-Súdan. Kandiho hefur verið ásakaður um að bera ábyrgð á pyntingum sem pólitískir andstæðingar stjórnvalda hafa sætt. Í desember var hann settur á bannlista bandaríska fjármálaráðuneytisins vegna þessara ásakana. Traustar heimildir eru fyrir því að Kandiho hafi sjálfur tekið þátt í að beita handtekna menn hrottaskap. Stjórnvöld í Úganda hafa markvisst reynt að bæla niður alla pólitíska gagnrýni í landinu og hefur það m.a. bitnað á blaðamönnum og lögfræðingum sem sinna mannréttindum.