Þótt Pútín forseti eigi sjálfsagt ekki vinsemd margra vestan við sig virðist hann kæra sig kollóttan. Hann veit að töluverður fjöldi er á bak við Xi, forseta Kína, en þeir báru saman bækur nýlega og virtist fátt skyggja á þá vináttu.

Þótt Pútín forseti eigi sjálfsagt ekki vinsemd margra vestan við sig virðist hann kæra sig kollóttan. Hann veit að töluverður fjöldi er á bak við Xi, forseta Kína, en þeir báru saman bækur nýlega og virtist fátt skyggja á þá vináttu.

Þar sem bandarísk forysta er óvenjuveik um þessar mundir reyna leiðtogar Evrópu að laumast inn í tómarúmið. Það er skiljanleg viðleitni en hefur þó þann brag að Pútín hafi tekist að sundra vestrænni samstöðu.

Biden og Scholz kanslari funduðu á dögunum og héldu illa línunni, gasleiðslunni miklu, á milli kanslarans í Berlín og Kremlarjarls.

Macron forseti hefur annað augað á komandi forsetakosningum og gaf til kynna að hann hefði lausn Úkraínumáls í hendi og settist á fund með Pútín í Kreml.

Þeir sátu við borð sem var á lengdina eins og tvö billjarðsborð og var táknrænt að sjá slíka fjarlægð á tveggja manna fundi

Pútín hrósaði Macron fyrir framtakið, en þótti fararnestið lítið. Boris Johnson vildi fund með Pútín en fékk ekki, þar sem hann hafði þegar sent menn og hergögn til Kiev. En Pútín á ekki góðra kosta völ. Stríð er ekki borðleggjandi eins og taka Krímskaga síðast. Diplómatísk lausn án árangurs þýðir að hunskast heim með skott á milli lappa.

Það yrði líka dýrt spaug.