Valur Hólm græjusérfræðingur fór yfir allt það sem maður þarf að vita um hina ógnarvinsælu loftsteikingarpotta eða „Air fryers“ í Síðdegisþættinum með þeim Sigga Gunnars og Friðriki Ómari á dögunum en pottarnir eru víst til af mörgum stærðum...

Valur Hólm græjusérfræðingur fór yfir allt það sem maður þarf að vita um hina ógnarvinsælu loftsteikingarpotta eða „Air fryers“ í Síðdegisþættinum með þeim Sigga Gunnars og Friðriki Ómari á dögunum en pottarnir eru víst til af mörgum stærðum og gerðum.

Friðrik Ómar segist sjálfur nota sinn pott, sem foreldrar hans gáfu honum í jólagjöf, allan sólarhringinn og fílar hann í botn en hann hefur prófað að setja ýmislegt í pottinn.

Spjallið við Val má heyra á K100.is.