Viggó Hilmarsson
Viggó Hilmarsson
Byggingarfélagið MótX og BM Vallá undirrituðu í gær samstarfssamning um uppbyggingu íbúða við Hamranes í Hafnarfirði. Alls fimm fjölbýlishús með 170 íbúðum.
Byggingarfélagið MótX og BM Vallá undirrituðu í gær samstarfssamning um uppbyggingu íbúða við Hamranes í Hafnarfirði. Alls fimm fjölbýlishús með 170 íbúðum. Að sögn Viggós Hilmarssonar, stjórnarformanns MótX, verða húsin Svansvottuð og „byggð úr umhverfisvænustu steinsteypu sem notuð hefur verið í húsbyggingum á Íslandi“. „Við göngum til samstarfs við BM Vallá þar sem fyrirtækið er komið mjög langt í þróun á umhverfisvænni steypu,“ sagði Viggó í tilkynningu en samstarfið var handsalað hjá BM Vallá í gær.