Um 72% af dreifikerfi Rarik eru komin í jarðstrengi eða hátt í sjö þúsund kílómetrar. Áætla má að kostnaður við það sem eftir er sé um 15 ma. kr. á verðlagi í dag.

Um 72% af dreifikerfi Rarik eru komin í jarðstrengi eða hátt í sjö þúsund kílómetrar. Áætla má að kostnaður við það sem eftir er sé um 15 ma. kr. á verðlagi í dag.

„Við höfum fundið það mjög í óveðrum á undanförnum árum, til dæmis í febrúar 2020 og jafnvel í desember 2019, hvað það hefur gífurlega mikil áhrif að vera með stóran hluta dreifikerfisins í jörðu. Það á einnig við um veðrið um síðustu helgi sem var vont en stóð stutt,“ segir Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri Rarik

Í óveðrinu um helgina brotnuðu um 30 raflínustaurar. Nærri 20 staurar fóru við Heklubæina í Rangárvallasýslu. Verið er að plægja þar niður jarðstreng og var ákveðið að reisa ekki nýja staura heldur leggja jarðstreng í staðinn. 10