Kvartettinn Amaconsort kemur fram í 15:15-tónleikasyrpunni í Breiðholtskirkju í dag og eru liðsmenn hans „innblásnir af hinni aldagömlu hefð að músísera góða tónlist í notalegu stofuumhverfi“, eins og því er lýst í tilkynningu.
Kvartettinn Amaconsort kemur fram í 15:15-tónleikasyrpunni í Breiðholtskirkju í dag og eru liðsmenn hans „innblásnir af hinni aldagömlu hefð að músísera góða tónlist í notalegu stofuumhverfi“, eins og því er lýst í tilkynningu. Á efnisskrá eru verkin Amasque, byggð á verkum Williams Lawes, Sónata í c-moll eftir Henry Purcell, Commedia eftir Halldór Bjarka Arnarson, Sónata í g-moll eftir H. Purcell, Miðsumarnótt – ensk masque-svíta byggð á verkum Jacobs van Eycks, Williams Laws, Orlandos Gibbons og Simons Ives og Three Parts upon a Ground eftir Henry Purcell.