Landspítali Tekur nú við leghálssýnum.
Landspítali Tekur nú við leghálssýnum. — Morgunblaðið/Eggert
Greining er hafin á Landspítalanum á leghálssýnum. Undirbúningsvinna hefur staðið yfir undanfarna mánuði, bæði á greiningu HPV-veiru og smásjárskoðun frumusýna. Komið hefur verið upp tækjakosti og starfsfólki.

Greining er hafin á Landspítalanum á leghálssýnum. Undirbúningsvinna hefur staðið yfir undanfarna mánuði, bæði á greiningu HPV-veiru og smásjárskoðun frumusýna. Komið hefur verið upp tækjakosti og starfsfólki. Einnig hefur farið fram mikil hugbúnaðarvinna á vegum heilbrigðis- og upplýsingatæknideildar Landspítala í undirbúningi verkefnisins, að því er fram kemur í tilkynningu frá spítalanum.

Prófanir hafa farið fram á ferlum og verklagi með Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og embætti landlæknis. Greiningin fer fram á meinafræðideild og sýkla- og veirufræðideild spítalans. Áætlað er að svartími sýna verði innan við ein vika frá móttöku sýna.