Regína Magdalena
Regína Magdalena
Regína Magdalena opnar í dag kl. 14 til 16 sýninguna Gáttir II – Englar í Galleríi göngum sem er í göngum sem liggja milli safnaðarheimilis Háteigskirkju og kirkjunnar sjálfrar.
Regína Magdalena opnar í dag kl. 14 til 16 sýninguna Gáttir II – Englar í Galleríi göngum sem er í göngum sem liggja milli safnaðarheimilis Háteigskirkju og kirkjunnar sjálfrar. Um verk Regínu segir í tilkynningu að þau eigi sér uppruna í dulúðugum upplifunum hversdagsleikans. „Hún miðlar til okkar minningum úr öðrum víddum tilverunar. Þær minna okkur á að lífið er ekki einskorðað við ytri aðstæður og að hver manneskja er samsett af ótal upplifunum sem eru ekki endilega öðrum sjáanlegar,“ segir þar. Regína bjó á Ítalíu í sjö ár og kom eftir það til Íslands í listnám. Veturinn 2006-2007 stundaði hún nám við málaradeild Accademia di Belle arti di Napoli á Ítalíu og áhrifa hins klassíska ítalska málverks gætir í verkum hennar sem þó eru sögð endurspegla íslenska dulúð og hulduheima.