Kristjana Vigdís Ingvadóttir
Kristjana Vigdís Ingvadóttir
Af nýjum rannsóknum sagnfræðinga á sögu Íslands á átjándu og nítjándu öld er yfirskrift málþings sem Félag um átjándu aldar fræði heldur í Þjóðarbókhlöðu í dag, laugardag, kl. 13.30.
Af nýjum rannsóknum sagnfræðinga á sögu Íslands á átjándu og nítjándu öld er yfirskrift málþings sem Félag um átjándu aldar fræði heldur í Þjóðarbókhlöðu í dag, laugardag, kl. 13.30.

Erindi flytja ungir sagnfræðingar sem kynna nýjar rannsóknir í sagnfræði á sögu Íslands á átjándu og nítjándu öld. Þeir eru Ragnhildur Anna Kjartansdóttir, sem fjallar um fóðrun og hagagöngu aðkomufjár í kvikfjártalinu 1703, erindi Ásu Esterar Sigurðardóttur nefnist „Út fyrir mörk kvenleikans á nítjándu öld“, Kristjana Vigdís Ingvadóttir fjallar um notkun dönsku og erlend áhrif á íslensku og Arnór Gunnar Gunnarsson segir frá umfjöllun Íslendinga um gríska sjálfstæðisstríðið 1821-1830.