Gönguskíði Nægur snjór hefur fallið á svæðinu undanfarna daga.
Gönguskíði Nægur snjór hefur fallið á svæðinu undanfarna daga. — Morgunblaðið/Eggert
Gönguskíðadagurinn svokallaði verður haldinn í dag milli kl. 12 og 15. Börnum og fullorðnum gefst þá kostur á að fá lánuð gönguskíði til að prófa. Einnig býðst börnum að taka þátt í skíðaleikjum sem félagar í Skíðagöngufélaginu Ulli stýra.

Gönguskíðadagurinn svokallaði verður haldinn í dag milli kl. 12 og 15. Börnum og fullorðnum gefst þá kostur á að fá lánuð gönguskíði til að prófa. Einnig býðst börnum að taka þátt í skíðaleikjum sem félagar í Skíðagöngufélaginu Ulli stýra.

Tilefni gönguskíðadagsins er að vígja nýja 2,4 km gönguskíðabraut sem tengir Hjallahringinn (8 km) við Elliðavatnsbæinn. Gönguskíðadagurinn er haldinn af Skógræktarfélagi Reykjavíkur og Skíðagöngufélaginu Ulli í samstarfi við Fjallakofann og norska sendiráðið.