Leyndardómsfullt. V-NS Norður &spade;Á94 &heart;ÁG83 ⋄86532 &klubs;6 Vestur Austur &spade;KG72 &spade;1086 &heart;4 &heart;5 ⋄KDG94 ⋄107 &klubs;KG7 &klubs;D1095432 Suður &spade;D53 &heart;KD109762 ⋄Á &klubs;Á8 Suður spilar 6&heart;.

Leyndardómsfullt. V-NS

Norður
Á94
ÁG83
86532
6

Vestur Austur
KG72 1086
4 5
KDG94 107
KG7 D1095432

Suður
D53
KD109762
Á
Á8

Suður spilar 6.

Þegar þvingun er undirbúin í enskum fræðibókum um spilið er oft fyrsta verk sagnhafa „to rectify the count“ eða „leiðrétta talninguna“, eins og sagt er á íslensku. Orðalagið er leyndardómsfullt (bæði á ensku og íslensku) og kannski fer betur á því að „slá í taktinn“ eða „mæla út skrefin“. Alla vega: Suður spilar 6 eftir opnun vesturs á tígli. Útspilið er tígulkóngur. Hvernig á nú að „stilla upp“ fyrir þvingun?

Fyrst er að kanna leguna í tígli, því ef liturinn fellur 4-3 má fría þar tólfta slaginn. Suður spilar trompi á blindan og stingur tígul. Tekur Á og trompar lauf og spilar enn tígli. Þegar austur fylgir með laufi er ljóst að tígullinn mun seint fríast. Suður hendir þá spaða heima og leiðréttir þannig talninguna fyrir komandi þvingun á vestur í spaða og tígli.

Að leiðrétta talninguna er að „rétta kúrsinn“ svo að höggspilið missi ekki marks.