Rómantík Guttormur Þorsteinsson stýrir kaffikvissi bókasafnsins.
Rómantík Guttormur Þorsteinsson stýrir kaffikvissi bókasafnsins.
Í tilefni af Valentínusardeginum verður efnt til kaffikviss eða barsvars á Borgarbókasafninu í Árbæ. Þar verður þemað Valentínus og ýmislegt honum tengt. Spurningakeppnin fer fram mánudaginn 14. febrúar kl. 17-18.

Í tilefni af Valentínusardeginum verður efnt til kaffikviss eða barsvars á Borgarbókasafninu í Árbæ. Þar verður þemað Valentínus og ýmislegt honum tengt. Spurningakeppnin fer fram mánudaginn 14. febrúar kl. 17-18.

Valentínusarbarsvarinu er stýrt af „spurninganirðinum“ og bókaverðinum Guttormi Þorsteinssyni eins og segir í tilkynningu frá bókasafninu. Þar segir jafnframt að keppnin verði temmilega erfið, skemmtileg en alls ekki væmin. „Reglurnar eru með hefðbundnu sniði, fjórir eða færri í liði, fimmtán spurningar, bannað að svindla og dómarinn ræður.“ Sigurvegarar og kannski fleiri hljóta verðlaun, allir eru velkomnir og „kærleiksríkar sóttvarnir að hætti safnsins“ verða við lýði.