— AFP
Sviðsljósið á Vetrarólympíuleikunum í Peking hefur síðasta sólarhringinn verið á rússnesku skautastjörnunni Kamilu Valievu, sem er aðeins 15 ára gömul.
Sviðsljósið á Vetrarólympíuleikunum í Peking hefur síðasta sólarhringinn verið á rússnesku skautastjörnunni Kamilu Valievu, sem er aðeins 15 ára gömul. Ástæðan er sú að hún féll á lyfjaprófi fyrir leikana en niðurstöður þess voru ekki kunngjörðar fyrr en eftir að hún og sveit hennar unnu gullið í sínum keppnisflokki, listdansi á skautum, á mánudaginn. Lyfjaprófið sýndi að Valileva hafði tekið hjartalyfið trimetazidine. Það er á bannlista lyfjaeftirlits leikanna þar sem það eykur blóðflæði og úthald líkamans. Dómstóll leikanna, CAS, fær nú mál Valievu til úrskurðar og þarf að bregðast skjótt við því hún á að keppa aftur á þriðjudaginn. Verði gullið dæmt af henni fá það bandarískir keppinautar hennar.