Eddie Vedder á tónleikum fyrr í mánuðinum.
Eddie Vedder á tónleikum fyrr í mánuðinum. — AFP
Fyrirlitning Eddie Vedder, söngvari grönsbandsins Pearl Jam, lýsti því yfir í viðtali við The New York Times að hann hefði fyrirlitið glysmálmböndin sem tröllriðu rokksenunni seint á níunda áratugnum og tilgreindi Mötley Crüe sérstaklega í því sambandi.
Fyrirlitning Eddie Vedder, söngvari grönsbandsins Pearl Jam, lýsti því yfir í viðtali við The New York Times að hann hefði fyrirlitið glysmálmböndin sem tröllriðu rokksenunni seint á níunda áratugnum og tilgreindi Mötley Crüe sérstaklega í því sambandi. „Ég hataði þetta. Hataði hvernig þetta lét gaurana líta út og hvernig það lét konurnar líta út. Þetta virkaði svo heimskulegt.“ Nikki Sixx, bassaleikari Mötley Crüe, reif strax fram lyklaborðið og svaraði fullum hálsi á Twitter: „Sprakk úr hlátri þegar ég sá hversu mikið söngvarinn í Pearl Jam hataði @MotleyCrue. Með hliðsjón af því að þeir eru eitt leiðinlegasta band sögunnar er það í reynd hrós.“