Valur Hólmar Örn kemur til Valsmanna frá Rosenborg í Noregi.
Valur Hólmar Örn kemur til Valsmanna frá Rosenborg í Noregi. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Knattspyrnumaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Val. Hólmar, sem er 31 árs gamall, kemur til félagsins frá Rosenborg í Noregi þar sem hann hefur leikið frá árinu 2020.
Knattspyrnumaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Val. Hólmar, sem er 31 árs gamall, kemur til félagsins frá Rosenborg í Noregi þar sem hann hefur leikið frá árinu 2020. Varnarmaðurinn hefur leikið með Celtenham, Roseselare, Boch-um, Maccabi Haifa og Levski Sofia ásamt Rosenborg á atvinnumanna-ferli sínum en hann er uppalinn hjá HK í Kópavogi. Alls á hann að baki 19 A-landsleiki þar sem hann hefur skorað tvö mörk en hann tilkynnti á síðasta ári að hann væri hættur að leika með landsliðinu.