Guðmundur Magnússon, þekktastur undir skáldaheitinu Jón Trausti, fæddist 12. febrúar 1873 á Rifi á Melrakkasléttu. Foreldrar hans voru Magnús Magnússon, f. 1837, d. 1877, og Guðbjörg Guðmundsdóttir, f. 1834, d. 1913.

Guðmundur Magnússon, þekktastur undir skáldaheitinu Jón Trausti, fæddist 12. febrúar 1873 á Rifi á Melrakkasléttu. Foreldrar hans voru Magnús Magnússon, f. 1837, d. 1877, og Guðbjörg Guðmundsdóttir, f. 1834, d. 1913.

Jón hóf prentnám á Seyðisfirði og fór svo til Kaupmannahafnar haustið 1896 og var þar í tvö ár í prentnámi.

Árið 1899 kom út fyrsta kvæðasafn hans, Heima og erlendis, með ljóðum sem flest voru ort á Kaupmannahafnarárum hans og árið 1903 kom út önnur ljóðabók hans, Íslandsvísur, sem prýdd er myndum eftir hann sjálfan og Þórarin B. Þorláksson listmálara. Í þeirri bók eru ljóðin Íslandsvísur, sem hefst á ljóðlínunni Ég vil elska mitt land, og Draumalandið en þau ljóð hafa orðið vinsæl sönglög.

Jón Trausti sneri sér síðan að skáldsagnagerð og eru þekktustu skáldsögur hans Heiðarbýlið, Anna frá Stóruborg og Halla, en auk þeirra skrifaði hann fjölmargar smásögur og styttri skáldsögur.

Eiginkona Jóns Trausta var Guðrún Sigurðardóttir, 1868, d. 1941. Þau voru barnlaus.

Jón Trausti lést úr spænsku veikinni 18.11. 1918.