Nýr forstjóri Runólfur Pálsson.
Nýr forstjóri Runólfur Pálsson. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Runólfur Pálsson, nýskipaður forstjóri Landspítala, segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hafa mikið til síns máls þegar hann veltir fyrir sér hvort lausnin á vanda Landspítalans sé ekki endilega fólgin í auknum fjárveitingum, heldur betri nýtingu...

Runólfur Pálsson, nýskipaður forstjóri Landspítala, segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hafa mikið til síns máls þegar hann veltir fyrir sér hvort lausnin á vanda Landspítalans sé ekki endilega fólgin í auknum fjárveitingum, heldur betri nýtingu þeirra.

„Ég veit að ekki eru allir hérna á spítalanum sammála honum en við þurfum samt á þessari umræðu að halda; málefnaleg gagnrýni og aðhald eru af hinu góða. Að því sögðu þá er líka mikilvægt að við kynnum okkar hlið á nægilega skýran og skiljanlegan máta. Fjármálaráðherra hefur líka sagt að umræðan milli stjórnvalda og forsvarsmanna stofnana í heilbrigðisþjónustunni sé oft og tíðum ekki nógu djúp. Úr því þurfum við að bæta og ég mun beita mér fyrir auknu samtali,“ segir Runólfur en ítarlega er rætt við hann í Sunnudagsblaðinu.