Stefanía Svavarsdóttir mun flytja hugljúfa lagið „Hjartað mitt“ eftir Halldór Gunnar Pálsson Fjallabróður í fyrri undankeppni Söngvakeppninnar í ár, sem fer fram 26.

Stefanía Svavarsdóttir mun flytja hugljúfa lagið „Hjartað mitt“ eftir Halldór Gunnar Pálsson Fjallabróður í fyrri undankeppni Söngvakeppninnar í ár, sem fer fram 26. febrúar, en þau mættu í stúdíó K100 og ræddu um lagið í morgunþættinum Ísland vaknar.

Halldór lýsti því hvernig lagið varð til en það er sjö ára dóttur hans að þakka. Lagið er bæði innblásið af henni, um hana og til hennar.

Viðtalið við Stefaníu og Halldór er í heild sinni á K100.is.