Tanya O'Callaghan
Tanya O'Callaghan — AFP
Heiður Bassaleikarinn Tanya O'Callaghan kveðst hafa fengið mjög góðar móttökur eftir að hún gekk til liðs við Whitesnake seint á síðasta ári.
Heiður Bassaleikarinn Tanya O'Callaghan kveðst hafa fengið mjög góðar móttökur eftir að hún gekk til liðs við Whitesnake seint á síðasta ári. Óvígur her hljóðfæraleikara hefur átt aðild að rokkbandinu lífseiga gegnum tíðina en O'Callaghan er fyrsta konan. Ekki seinna vænna en David Coverdale, söngvari bandsins, hefur lýst yfir því að hann ætli að hætta að túra eftir fyrirhugaða tónleikaferð Whitesnake. Í samtali við miðilinn Antihero upplýsir O'Callaghan að Coverdale hafi hringt sjálfur í sig þegar starfið losnaði. „David hefur vitað af mér, þar sem við höfum spilað á sömu hátíðunum. Ferilskráin talar sínu máli. Og hann hringdi sjálfur í mig og spurði bara beint út. Þetta er svakalegur heiður; geggjað band og ótrúlegir hljóðfæraleikarar.“