Viktor Orbán
Viktor Orbán
Viktor Orbán, hinn hægrisinnaði forsætisráðherra Ungverjalands, er sagður vonast til þess að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, komi í heimsókn til sín til að styrkja sig og flokk sinn í baráttunni fyrir þingkosningarnar sem þar fara fram...
Viktor Orbán, hinn hægrisinnaði forsætisráðherra Ungverjalands, er sagður vonast til þess að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, komi í heimsókn til sín til að styrkja sig og flokk sinn í baráttunni fyrir þingkosningarnar sem þar fara fram í byrjun apríl. Staðfest er að hugmyndaveita tengd forsætisráðherranum hafi formlega boðið Trump til Ungverjalands en að svar hafi enn ekki borist. Trump hefur ekkert ferðast utan Bandaríkjanna eftir að hann tapaði forsetakosningunum árið 2020. Orbán hefur stjórnað Ungverjalandi í 12 ár og er ákaflega umdeildur. Nú hafa flokkar stjórnarandstæðinga sameinast um framboð til að koma honum frá völdum.