Yrsa Sigurðardóttir
Yrsa Sigurðardóttir
„Yrsa Sigurðardóttir hefur skrifað framúrskarandi sögu um morð, draugagang og furðulega gerninga,“ skrifar Bo Tao Michaëlis, rýnir Politiken , um bók hennar Under sneen ( Bráðin ) og gefur henni fimm hjörtu af sex mögulegum.

„Yrsa Sigurðardóttir hefur skrifað framúrskarandi sögu um morð, draugagang og furðulega gerninga,“ skrifar Bo Tao Michaëlis, rýnir Politiken , um bók hennar Under sneen ( Bráðin ) og gefur henni fimm hjörtu af sex mögulegum. Bókin kom út í vikunni í danskri þýðingu Nönnu Kalkar.

Michaëlis segir að Yrsu takist vel í bók sinni að halda utan um alla þræði verksins, sem gerist á nokkrum plönum í einu. „En Yrsa er ekki aðeins vel skrifandi höfundur, þar sem meira býr undir en virðist við fyrstu sýn, heldur fær í því að semja söguþráð. Framvindan flakkar milli ólíkra sjónarhorna, en sleppir aldrei tökum af lesandanum. Náttúran er ekkert lamb að leika sér við, stórborgir skapa siðblindingja. Þetta er framúrskarandi blanda af spennutrylli og hrollvekju, Íslands-töfraraunsæi, þegar bókin er best og kaldranalegust,“ skrifar Michaëlis og bætir við að bókin sé bæði óhugguleg og töfrandi furðusaga.