Eftirlit Búnaðurinn á að gagnast m.a. til að tryggja almannaöryggi.
Eftirlit Búnaðurinn á að gagnast m.a. til að tryggja almannaöryggi. — Morgunblaðið/Eggert
Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Myndavélabúnaði, sem gerir lögreglu kleift að greina númeraplötur ökutækja og í sumum tilfellum að rekja leiðir ökutækja ef þörf krefur, hefur nýlega verið bætt við á götum á höfuðborgarsvæðinu.

Ómar Friðriksson

omfr@mbl.is

Myndavélabúnaði, sem gerir lögreglu kleift að greina númeraplötur ökutækja og í sumum tilfellum að rekja leiðir ökutækja ef þörf krefur, hefur nýlega verið bætt við á götum á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta kemur fram í svari embættis ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Morgunblaðsins. Segir þar, að þessi búnaður geti gagnast lögreglu til dæmis í verkefnum þegar verið er að tryggja almannaöryggi, svo sem við leit á týndu fólki og rannsókn sakamála.

Ekki upplýst við hvaða götur

Fram kemur í svarinu, að lögreglan hafi um nokkurt skeið haft aðgengi að myndavélum víðs vegar um landið við vegi þar sem hægt er að greina númeraplötur ökutækja. Ekki fengust nánari upplýsingar um það við hvaða götur á höfuðborgarsvæðinu þessi búnaður hafi nú verið settur upp eða í hvaða málum hann hafi verið nýttur.