Afsögn Cressida Dick lögreglustjóri naut ekki trausts.
Afsögn Cressida Dick lögreglustjóri naut ekki trausts. — AFP
Cressida Dick, lögreglustjóri Lundúna, hefur neyðst til að segja af sér embætti eftir að Sadiq Khan borgarstjóri lýsti því yfir að hann bæri ekki lengur traust til hennar.

Cressida Dick, lögreglustjóri Lundúna, hefur neyðst til að segja af sér embætti eftir að Sadiq Khan borgarstjóri lýsti því yfir að hann bæri ekki lengur traust til hennar. Sagði hann að henni hefði mistekist að uppræta skaðlega ómenningu kynþáttafordóma og kvenfyrirlitningar innan Lundúnalögreglunnar.

Tilkynning Dick um afsögn barst aðeins fáeinum klukkustundum eftir að hún hafði sagt í morgunviðtali í útvarpi að hún hefði ekki í hyggju að láta af störfum og myndi halda áfram að byggja upp heilbrigt andrúmsloft innan lögreglunnar. En þegar hún kom í höfuðstöðvar lögreglunnar sama dag höfðu samstarfsmenn hennar fengið um það ábendingu frá skrifstofu borgarstjóra að sú áætlun sem hún hugðist vinna eftir væri ófullnægjandi. Ákvað Cressida Dick þá að segja af sér embætti í stað þess að mæta á fund sem borgarstjórinn hafði boðað hana á síðdegis. Er líklegt að staðið hafi til að segja henni upp störfum.

Það var Khan sem réð Dick sem lögreglustjóra árið 2017. Var hún fyrst kvenna til að gegna þessu starfi frá því að Lundúnalögreglan var stofnuð árið 1829.

Lögreglan hefur undanfarin misseri glímt við mjög erfiða ímyndarkeppu og magnaðist hún stórum eftir að lögregluþjónn var dæmdur í lífstíðarfangelsi í október í fyrra fyrir að hafa rænt, nauðgað og myrt 33 ára gamla konu. Í ljós kom við rannsóknina að bakgrunnsrannsóknum á ferli umsækjenda um lögreglustörf hefur verið mjög áfátt innan Lundúnalögreglunnar.