Ambrose Evans-Pritchard leiðir alþjóðleg viðskiptaskrif í The Daily Telegraph og hefur í gegnum tíðina reynst gleggri en margur um stöðu og horfur. Í nýjasta pistli sínum er hann með hugann við Rússland og efnahagslega stöðu þess gagnvart umheiminum.

Ambrose Evans-Pritchard leiðir alþjóðleg viðskiptaskrif í The Daily Telegraph og hefur í gegnum tíðina reynst gleggri en margur um stöðu og horfur. Í nýjasta pistli sínum er hann með hugann við Rússland og efnahagslega stöðu þess gagnvart umheiminum.

Evans-Pritchard hefur pistil sinn á þessum orðum: „Rússland hefur safnað upp erlendum gjaldeyrisforða upp á 635 milljarða dala, sem er sá fimmti mesti í heimi og heldur áfram að vaxa. Skuldir Rússlands nema 18% af landsframleiðslu, sem eru þær sjöttu minnstu í heimi og fara minnkandi.

Landið hefur hreinsað upp bankakerfi sitt og heldur vel á fljótandi gjaldmiðli sínum sem gerir hagkerfið sveigjanlegt.

Það er með afgang af rekstri ríkissjóðs og treystir ekki á erlenda fjárfesta til að fjármagna ríkisútgjöld. Það hefur minnkað mjög hversu háð það er tekjum af olíusölu ríkisins.“

Áfram heldur frásögnin af því hve mjög Rússland hefur styrkt stöðu sína efnahagslega og hve vel það gæti staðist efnahagslegar refsiaðgerðir. Þá kemur fram að Rússland gæti stöðvað sölu á gasi til Evrópu í tvö ár án þess að lenda í alvarlegum fjárhagslegum vanda. Evrópa, sem fær 41% af gasi sínu frá Rússlandi, þyldi hins vegar aðeins nokkrar vikur ef skrúfað væri fyrir rússneska gasið, segir Evans-Pritchard.

Þetta vekur upp spurningar um hvorir þola betur harðar efnahagsþvinganir, ríki Vestur-Evrópu eða Rússland.