Atli Stefán Yngvason
Atli Stefán Yngvason
Atli Stefán Yngvason viðskiptafræðingur býður sig fram í 1.-3. sæti á framboðslista Pírata fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor en prófkjör Pírata í Reykjavík fer fram 22.-26. febrúar.

Atli Stefán Yngvason viðskiptafræðingur býður sig fram í 1.-3. sæti á framboðslista Pírata fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor en prófkjör Pírata í Reykjavík fer fram 22.-26. febrúar.

Fram kemur í tilkynningu að Atli Stefán hafi rekið ráðsölustofuna Koala, sé meðstofnandi Vegangerðarinnar og stýri hlaðvarpinu Tæknivarpinu. Hann er jafnframt formaður Pírata í Reykjavík.

Segir Atli Stefán í tilkynningunni að Píratar hafi verið að skila góðu starfi í Reykjavík. Til að móta og viðhalda góðu samfélagi þurfi fagleika, gagnsæi og samvinnu. Taka þurfi góðar ákvarðanir og útfæra þær af vandvirkni.