Nýjar tölur Þjóðskrár sýna að vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,7% milli desember og janúarmánaðar . Í desembermánuði hafði verðið hækkað um 1,8%.

Nýjar tölur Þjóðskrár sýna að vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,7% milli desember og janúarmánaðar . Í desembermánuði hafði verðið hækkað um 1,8%. Bendir Hagsjá Landsbankans á að sú hækkun hafi komið á óvart þar sem tölur fyrri mánaða hafi fremur gefið til kynna að markaðurinn væri að róast.

Þar er einnig bent á að verð á sérbýli sé að hækka hraðar en á fjölbýli. Árstakturinn í hækkun þeirra eigna sé meiri.