Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, finnur að fréttaflutningi af rannsókn lögreglu tengdum fréttum af svonefndum „skæruliðahópi Samherja“, þar sem áherslan hafi öll verið út frá hags-munum hinna grunuðu...

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, finnur að fréttaflutningi af rannsókn lögreglu tengdum fréttum af svonefndum „skæruliðahópi Samherja“, þar sem áherslan hafi öll verið út frá hags-munum hinna grunuðu blaðamanna en ekki á það hverjar sakargiftirnar væru, líkt og venjan væri í ámóta fréttum. Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamanna hafa svarað Bjarna í yfirlýsingu sinni, þar sem kemur fram að félögin telji frelsi blaðamanna til að fjalla um mikilvæg fréttamál og veita valdhöfum aðhald vera lýðræðissamfélaginu lífsnauðsynlegt.

„Blaða- og fréttamenn eru sem einstaklingar jafnir öðrum að lögum, t.d. ef þeir eru grunaðir um ölvunarakstur, fjársvik eða ofbeldibrot. Um störf þeirra gegnir hins vegar öðru máli. Um þau gilda önnur lög og reglur en um önnur störf, vegna hlutverks þeirra.“