Óvænt Slóvakar fagna sigrinum á Bandaríkjamönnum í gær.
Óvænt Slóvakar fagna sigrinum á Bandaríkjamönnum í gær. — AFP
Gríðarlega óvænt úrslit urðu í átta liða úrslitum íshokkíkeppni karla á Vetrarólympíuleikunum í Peking í gær þegar Slóvakía sigraði Bandaríkin 3:2 eftir langa vítakeppni þar sem Peter Chehlarik skoraði sigurmarkið.
Gríðarlega óvænt úrslit urðu í átta liða úrslitum íshokkíkeppni karla á Vetrarólympíuleikunum í Peking í gær þegar Slóvakía sigraði Bandaríkin 3:2 eftir langa vítakeppni þar sem Peter Chehlarik skoraði sigurmarkið. Slóvakar mæta Svíum í undanúrslitum á morgun en Svíar sigruðu Kanada 2:0, með tveimur mörkum á lokamínútunum. Í hinum undanúrslitaleiknum leika Rússar, Ólympíumeistararnir frá 2018, við Finna en Rússar sigruðu Dani 3:1 og Finnar lögðu Sviss á sannfærandi hátt, 5:1.