Noregur Aron Dagur Pálsson er kominn til liðs við Elverum.
Noregur Aron Dagur Pálsson er kominn til liðs við Elverum. — Morgunblaðið/Eggert
Handboltamaðurinn Aron Dagur Pálsson er genginn til liðs við Noregsmeistarana Elverum og kemur til þeirra frá sænska úrvalsdeildarliðinu Guif. Aron hefur samið við Elverum um að leika með liðinu út þetta keppnistímabil.
Handboltamaðurinn Aron Dagur Pálsson er genginn til liðs við Noregsmeistarana Elverum og kemur til þeirra frá sænska úrvalsdeildarliðinu Guif. Aron hefur samið við Elverum um að leika með liðinu út þetta keppnistímabil. Meðal samherja Arons hjá Elverum er landsliðsmaðurinn Orri Freyr Þorkelsson. Aron Dagur, sem er 25 ára gamall, hefur áður leikið með Alingsås í Svíþjóð, Stjörnunni og Gróttu. Elverum er langefst í norsku úrvalsdeildinni og í góðri stöðu í Meistaradeild Evrópu.