Austurstræti 17 MR-ingar munu setja svip á götuna á næstu árum.
Austurstræti 17 MR-ingar munu setja svip á götuna á næstu árum. — Morgunblaðið/sisi
Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkiseigna, og Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar fasteignafélags, undirrituðu í vikunni samning um leigu á 1.519 fermetra húsnæði fyrir MR í Austurstræti 17.

Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkiseigna, og Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar fasteignafélags, undirrituðu í vikunni samning um leigu á 1.519 fermetra húsnæði fyrir MR í Austurstræti 17.

Samningurinn er til átta ára og mun Eik fasteignafélag skila húsnæðinu fullbúnu til kennslu um miðjan ágúst næstkomandi. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu hefur borgin heimilað að reisa flóttastiga á norðurhlið hússins.

Um er að ræða 2.- 6. hæð hússins, en verslun 10-11 er á jarðhæðinni. Alls verða 10 kennslustofur í húsinu auk félagsrýma, opinna vinnurýma, kaffiaðstöðu og veitingasölu. Gert er ráð fyrir að í haust sæki um 230-250 MR-ingar, eða um þriðjungur nemenda, menntun sína í Austurstræti 17, að því er fram kemur í tilkynningu á heimasíðu FSRE. Eftir að húsið Casa Cristi var dæmt óhæft til kennslu hefur verið þröng á þingi í Menntaskólanum við Lækjargötu.

Austurstræti 17 var byggt fyrir kaupmennina Silla og Valda á árunum 1963-4. Húsið var tekið í notkun á aðventu 1964 er verslun Silla og Valda opnaði. Fjölmörg fyrirtæki voru á efri hæðum. sisi@mbl.is