„Frá, ég er að fara að keyra,“ sagði Ásbjörn litli Jónsson og mamma og pabbi létu sig það litlu skipta – enda nokkur hundruð metrar niður að sjó.
„Frá, ég er að fara að keyra,“ sagði Ásbjörn litli Jónsson og mamma og pabbi létu sig það litlu skipta – enda nokkur hundruð metrar niður að sjó.
„Logn og sólskin! Varla að maður muni orðið hve slíkt hýrgar skapið og léttir lífið. En í gær var það allt í einu orðið að veruleika aftur,“ skrifaði Elín Pálmadóttir blaðamaður í Morgunblaðið í blálok febrúar árið 1962.

„Logn og sólskin! Varla að maður muni orðið hve slíkt hýrgar skapið og léttir lífið. En í gær var það allt í einu orðið að veruleika aftur,“ skrifaði Elín Pálmadóttir blaðamaður í Morgunblaðið í blálok febrúar árið 1962. Skaflatíð og almennur djöfulgangur hefur sumsé herjað á landið áður á þessum árstíma.

Á slíkum dögum sagði Elín blaðamenn reyna að strjúka frá þvarginu á skrifstofunni, undir því yfirskini að þeir þyrftu að afla efnis niðri á Tjörn eða við höfnina. „Og þar sem lögreglan auglýsti að ísinn væri ótryggur á Tjörninni, varð höfnin fyrir valinu í gær, [...] Grandagarður.“

Uppi á þurru landi lá sex tonna trillubátur í sólinni. Eigi að síður var mannskapur um borð. Karlmaður var þar að bjástra, ung kona hallaði sér upp að stýrishúsinu og lét sólina verma sig, og lítill snáði virtist önnum kafinn við að sigla. „Pabbi á bátinn,“ sagði hann ákveðinn, þegar Elín nálgaðist.

„Já, ég er búinn að eiga hann í fjögur ár og fiska á honum á sumrin,“ sagði ungi maðurinn, sem kom út úr stýrishúsinu. Það reyndist vera Jón Ásbjörnsson, leikfimikennari í Lindargötuskólanum. „Við erum venjulega þrír á honum og höfum alltaf fiskað ágætlega.“