Rósa Gísladóttir
Rósa Gísladóttir
Sýning á verkum Rósu Gísladóttur og Ásmundar Sveinssonar, Loftskurður , verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur í Ásmundarsafni í dag, laugardag, kl. 14. Rósa er fædd árið 1957 og nam myndlist í Þýskalandi, Bretlandi og á Íslandi.

Sýning á verkum Rósu Gísladóttur og Ásmundar Sveinssonar, Loftskurður , verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur í Ásmundarsafni í dag, laugardag, kl. 14.

Rósa er fædd árið 1957 og nam myndlist í Þýskalandi, Bretlandi og á Íslandi. Rósa og Ásmundur eru myndhöggvarar tveggja tíma, eins og bent er á í tilkynningu, og mætast á sýningunni í samtali sem veitir nýja sýn á arfleifð Ásmundar ásamt því að kynna fyrir gestum ný verk starfandi listamanns. Rósa vinnur gjarnan með listrænar tilvísanir í arkitektúr og menningarsöguna og mun hún vinna með Ásmundarsafn sjálft sem skúlptúr. Sýningarstjórar eru Aldís Snorradóttir og Edda Halldórsdóttir.