Isla Fisher er félagslynd að upplagi.
Isla Fisher er félagslynd að upplagi. — AFP
Frumleiki Leikkonan Isla Fisher segir ferska vinda blása í nýju sjónvarpsþáttunum sem hún leikur í, Wolf Like Me, eða Úlfur eins og ég.
Frumleiki Leikkonan Isla Fisher segir ferska vinda blása í nýju sjónvarpsþáttunum sem hún leikur í, Wolf Like Me, eða Úlfur eins og ég. „Við erum vön að sjá gamanmyndir, þar sem aðeins er fjallað um það jákvæða sem gerist þegar fólk er að bindast böndum. Þess vegna er þetta frumlegt. Ástin er ógnvekjandi! Um leið og maður gefur einhverjum hjarta sitt og öfugt stendur maður auðvitað á berangri. Í þessum þáttum er sjónum meira beint að ást sem lituð er skömm og ótta,“ segir Fisher við breska blaðið Independent. Hún kveðst hafa haft yndi af því að leika hlutverk sitt í þáttunum, Mary, enda séu þær algjörar andstæður. „Ég elska fólk og blanda geði hvenær sem færi gefst til. Mary er á hinum enda skalans, henni finnst hún óörugg innan um fólk.“