Danmörk Guðmundur Þórarinsson er genginn í raðir AaB frá Álaborg.
Danmörk Guðmundur Þórarinsson er genginn í raðir AaB frá Álaborg. — Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson
Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Þórarinsson er genginn til liðs við danska úrvalsdeildarfélagið AaB. Guðmundur, sem er 29 ára gamall, skrifaði undir samning sem gildir út yfirstandandi keppnistímabil.

Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Þórarinsson er genginn til liðs við danska úrvalsdeildarfélagið AaB. Guðmundur, sem er 29 ára gamall, skrifaði undir samning sem gildir út yfirstandandi keppnistímabil. Hann kemur til félagsins á frjálsri sölu eftir að samningur hans við Bandaríkjameistara New York City rann út undir lok síðasta árs.

Guðmundur hefur áður leikið í dönsku úrvalsdeildinni, þá með Nordsjælland, og hefur einnig leikið með Sarpsborg og Rosenborg í Noregi og Norrköping í Svíþjóð.