The Mall nefnist dansgjörningur eftir Sögu Sigurðardóttur sem sýndur er í Smáralind í dag kl. 13 og 14. Sýningin er hluti af dagskránni Dagar ljóðsins í Kópavogi.
The Mall nefnist dansgjörningur eftir Sögu Sigurðardóttur sem sýndur er í Smáralind í dag kl. 13 og 14. Sýningin er hluti af dagskránni Dagar ljóðsins í Kópavogi. Verkið er flutt af danshópnum Forward with dance sem rekinn er af Dansgarðinum, en hópurinn er fyrir dansara á aldrinum 18-25 ára. „Verslunarmiðstöðin er margslungið rými; uppljómað, hversdagslegt hof, eins konar þversnið af þörfum og markmiðum þar sem við verðum vitni að brotum úr veruleika borgarans. Af og til birtist þar rými fyrir skyndilegan innblástur, augnabliks uppljómun – að muna skyndilega eftir draumi gærkvöldsins eða þá að óvænt framtíðarsýn tekur á rás í kerfinu eins og sterkur latte-to-go. The Mall býður þér að eiga stund með hugsunum þínum, taka dýfu í undirmeðvitundina, vera til staðar og detta út, halla þér aftur og líta nær,“ segir í tilkynningu frá Dansgarðinum.