Evrópa Alfons Sampsted og liðsfélagar hans í Bodö/Glimt hafa staðið sig frábærlega í Sambandsdeild UEFA í knattspyrnu karla á tímabilinu.
Evrópa Alfons Sampsted og liðsfélagar hans í Bodö/Glimt hafa staðið sig frábærlega í Sambandsdeild UEFA í knattspyrnu karla á tímabilinu. — Ljósmynd/Bodö/Glimt
Íslendingaliðin sem eftir eru í Sambandsdeild UEFA í knattspyrnu karla fengu miserfiðan drátt í 16-liða úrslit keppninnar þegar dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í gær.

Íslendingaliðin sem eftir eru í Sambandsdeild UEFA í knattspyrnu karla fengu miserfiðan drátt í 16-liða úrslit keppninnar þegar dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í gær.

Sverrir Ingi Ingason og liðsfélagar hans í gríska liðinu PAOK mæta Gent frá Belgíu og Alfons Sampsted og liðsfélagar hans hjá Noregsmeisturum Bodö/Glimt eru á leið til Hollands þar sem liðið mætir AZ Alkmaar.

Íslendingalið Köbenhavn frá Danmörku, með þá Andra Fannar Baldursson, Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og Orra Stein Óskarsson innanborðs, er einnig á leið til Hollands þar sem liðið mætir PSV.

16-liða úrslitin verða leikin 10. og 17. mars næstkomandi.