Fögnuður Gestir í Carnegie Hall fögnuðu leik Víkings með langvinnu lófataki.
Fögnuður Gestir í Carnegie Hall fögnuðu leik Víkings með langvinnu lófataki. — Morgunblaðið/Einar Falur
Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari þreytti í vikunni frumraun sína í frægasta tónleikahúsi New York-borgar, Carnegie Hall, fyrir fullum sal hrifinna gesta.

Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari þreytti í vikunni frumraun sína í frægasta tónleikahúsi New York-borgar, Carnegie Hall, fyrir fullum sal hrifinna gesta. Við upphaf tónleikanna sagðist hann hafa beðið í 20 ár eftir þessari stundu, eða síðan hann hóf nám þar í borg. Í samtali við blaðamann fyrir tónleikana sagðist Víkingur hafa séð allar sínar helstu hetjur á sviði í þessu tónlistarhúsi á þeim sex árum sem hann bjó í New York.

„Hugmyndin um þetta hús hér, Carnegie Hall, er draumurinn um lífið sem þú vilt eiga í tónlist sem klassískur píanóleikari. Þetta er HÚSIÐ. Þetta er heimili Horowitz!“ sagði hann.

Gagnrýnandi The New York Times dásamar flutning Víkings Heiðars á tónleikunum. Efnisskráin, með verkum Mozarts og samtímamanna hans, er sögð hafa verið „dáleiðandi“ og Víkingur hafi á um 90 mínútum baðað áheyrendur í gríðarlegri fegurð. 44