30 ára Særún fæddist 12. mars 1992 og ólst upp í Mosfellsbænum. „Það var mjög gott að alast þar upp. Ég gekk í Lágafellsskóla en var ekkert mikið í íþróttum sem barn.“ Særún er hárgreiðslukona og vinnur í Kompaníinu í Turninum í Kópavogi.
30 ára Særún fæddist 12. mars 1992 og ólst upp í Mosfellsbænum. „Það var mjög gott að alast þar upp. Ég gekk í Lágafellsskóla en var ekkert mikið í íþróttum sem barn.“ Særún er hárgreiðslukona og vinnur í Kompaníinu í Turninum í Kópavogi. „Það er frábært að vera að vinna við aðaláhugamálið, því mér líður aldrei eins og ég sé í vinnunni.“

Særún hefur mjög gaman af samskiptum og vera með fjölskyldu og vinum. „Svo hef ég mjög gaman af því að ferðast og hef líka áhuga á dýrum og á hund sem er blanda af labrador og border collie.“

Særún ætlar að halda upp á daginn með að fara með fjölskyldunni út að borða, en segist bíða með aðalveisluna þar til í sumar. „Það er erfitt að plana eitthvað í þessu Covid-ástandi, en það verður bara skemmtilegra í sumar.“

Fjölskylda Kærasti og sambýlismaður Særúnar er Sigurður Már Sigurðsson, sem vinnur við stafræna markaðssetningu, f. 1989. Foreldrar hennar eru Jónína Guðný Árnadóttir, þroskaþjálfi í Reykjavík, f. 1963, og Gottveinn Gunnlaugsson, rafvirki í Mosfellsbæ, f. 1960.