Spáð er hvassviðri og mikilli úrkomu á sunnan- og vestanverðu landinu í dag. Sérstaklega nær þetta til höfuðborgar- og Faxaflóasvæðis, Suðurnesja og Suðurlands.

Spáð er hvassviðri og mikilli úrkomu á sunnan- og vestanverðu landinu í dag. Sérstaklega nær þetta til höfuðborgar- og Faxaflóasvæðis, Suðurnesja og Suðurlands. Hiti síðdegis gæti náð allt að 9 stigum, svo lausan snjó mun væntanlega taka upp að mestu, þegar vatnselgur flæðir fram.

Svona mun viðra lungann úr degi. Sérstaklega gæti orðið hvasst til dæmis vestur í Dölum og í Húnavatnssýslum, skv. spá veðurfræðings. Einnig gæti orðið hvasst í fjörðum og dölum á Vestfjörðum. Vegna þessa hefur Veðurstofan gefið út gular og appelsínugular sem ná yfir mestan hluta landsins.