[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
* Gregg Popovich , þjálfari San Antonio Spurs í NBA-deildinni og bandaríska landsliðsins í körfubolta, hefur nú unnið flesta leiki allra þjálfara í sögu deildarinnar. Sigur San Antonio á Utah Jazz um helgina var 1.336. sigur Popovich í deildinni.

* Gregg Popovich , þjálfari San Antonio Spurs í NBA-deildinni og bandaríska landsliðsins í körfubolta, hefur nú unnið flesta leiki allra þjálfara í sögu deildarinnar. Sigur San Antonio á Utah Jazz um helgina var 1.336. sigur Popovich í deildinni.

*Varnarmaðurinn Damir Muminovic hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild Breiðabliks og mun hann því leika með liðinu næstu þrjú árin. Hinn 31 árs gamli Damir hefur verið algjör lykilmaður í vörn Breiðabliks undanfarin ár en hann á að baki 270 mótsleiki með félaginu. Damir hefur einnig leikið með Víkingi Ólafsvík, Leikni Reykjavík, HK og Ými. Í heildina á hann 395 mótsleiki.

*Englandsmeistarar Manchester City hafa komist að samkomulagi við norska sóknarmanninn Erling Braut Haaland og mun hann ganga í raðir félagsins frá Borussia Dortmund í Þýskalandi í sumar á 120 milljónir punda. Marca greinir frá. Haaland, sem er 21 árs, hefur verið einstaklega iðinn við kolann fyrir framan mark andstæðinganna á stuttum ferli en hann skoraði 17 mörk í 16 deildarleikjum með Salzburg og hefur gert 56 mörk í 57 deildarleikjum með Dortmund. Þá hefur hann skorað 12 mörk í 15 landsleikjum með Noregi.

*Egypski knattspyrnumaðurinn Mohamed Salah er ekki sáttur við samningstilboð enska knattspyrnufélagsins Liverpool. Mun sóknarmaðurinn því ekki skrifa undir nýjan samning við félagið, nema það bjóði honum hærri laun en það hefur gert til þessa. Salah hefur verið í samningaviðræðum við Liverpool undanfarna mánuði en ekki hefur samkomulag náðst. Hann verður samningslaus eftir næstu leiktíð og má því ræða við félög utan Englands frá og með næstkomandi janúarmánuði, takist ekki að framlengja við sóknarmanninn magnaða.

* John Toshack , fyrrverandi leikmaður Liverpool og knattspyrnustjóri liða á borð við Real Madrid og velska landsliðsins, er ekki lengur í lífshættu. Toshack var hætt kominn vegna veikinda í kjölfar þess að hann greindist með kórónuveiruna. Toshack var lagður inn á spítala í síðasta mánuði og var um tíma í öndunarvél. Hann getur nú andað án aðstoðar og samkvæmt BBC er hann byrjaður að tala við fjölskylduna. Wales-verjinn lék með Liverpool í átta ár og varð á þeim tíma enskur meistari í þrígang, Evrópumeistari einu sinni og enskur bikarmeistari einu sinni. Þá vann hann UEFA-bikarinn, sem heitir nú Evrópudeildin, í tvígang.

*Bræðurnir Viktor og Örvar Samúelssynir frá Akureyri unnu gull- og silfurverðlaun í 105 kg flokki á Íslandsmótinu í klassískum kraftlyftingum í Mosfellsbæ í gær. Viktor lyfti 275 kílóum í hnébeygju, 195 í bekkpressu og 300 í réttstöðulyftu. Það skilaði honum 79,7 stigum og samanlagðri þyngd upp á 770 kíló sem var það mesta á mótinu. Örvar bróðir Viktors tók annað sæti í þyngdarflokknum með 64,4 stig. Stigahæstur karlamegin var þó Friðbjörn Bragi Hlynsson úr Mosfellsbæ sem keppti í 83 kg flokki. Friðbjörn lyfti 252,5 kílóum í hnébeygju, 162,5 í bekkpressu og 278 í réttstöðulyftu sem skilaði honum sléttum 80 stigum. Þá náði Lucie Stefaniková úr Ármanni besta árangrinum kvennamegin. Lucie, sem keppti í 76 kg flokki, tók 190 kíló í hnébeygju, 92,5 kíló í bekkpressu og 145 kíló í réttstöðulyftu. Það skilaði henni 82 stigum sem var besti árangur dagsins. Næstbesti árangur dagsins hjá konunum kom úr sama þyngdarflokki. Birgit Rós Becker lyfti 180 kílóum í hnébeygju, 90 í bekkpressu og 187,5 í réttstöðulyftu. Það skilaði henni 75,1 stigi.

*Danir hafa eignast sinn fyrsta leikmann í NBA-deildinni í körfuknattleik en Gabriel Lundberg hefur samið við toppliðið Phoenix Suns um að leika með því út þetta keppnistímabil. Lundberg, sem er 27 ára gamall bakvörður, var samningsbundinn CSKA Moskva í Rússlandi til ársins 2024 en hann yfirgaf félagið eftir að Rússar hófu innrás sína í Úkraínu. Hann hefur leikið með sterkum liðum á undanförnum árum en Lundberg lék með Manresa og Tenerife á Spáni og Zielona Góra í Póllandi áður en hann fór til CSKA í febrúar á síðasta ári. Lundberg var lykilmaður í óvæntum sigrum Dana gegn Litháen og Tékklandi haustið 2020.

* Kevin Durant átti hreint magnaðan leik fyrir Brooklyn Nets þegar liðið vann nauman sigur, 110:107, á nágrönnum sínum í New York Knicks í NBA-deildinni í körfuknattleik í gærkvöldi. Durant skoraði hvorki meira né minna en 53 stig, tæplega helming stiga Brooklyn.