Valur vann tvöfaldan bikarsigur á laugardag er karla- og kvennalið félagsins unnu bikarúrslitaleiki sína á Ásvöllum í Hafnarfirði. Kvennaliðið vann Fram í Reykjavíkurslag, 25:19, og varð bikarmeistari í áttunda skipti.
Valur vann tvöfaldan bikarsigur á laugardag er karla- og kvennalið félagsins unnu bikarúrslitaleiki sína á Ásvöllum í Hafnarfirði. Kvennaliðið vann Fram í Reykjavíkurslag, 25:19, og varð bikarmeistari í áttunda skipti. Lovísa Thompson fór á kostum fyrir Val og skoraði tíu mörk. Í karlaflokki hafði Valur betur gegn KA, 36:32, eftir að KA var með tveggja marka forskot í hálfleik. Vignir Stefánsson var markahæstur hjá Val með átta mörk. Valur er sigursælasta lið bikarsins frá upphafi með tólf bikartitla. 27