Sýni Smitföldi tvöfaldaðist.
Sýni Smitföldi tvöfaldaðist.
Kína stendur frammi fyrir stærstu Covid-19-smitbylgju sem riðið hefur yfir landið í tvö ár. Fjöldi smita tvöfaldaðist frá laugardegi til sunnudags, en í gær greindust 3.400 jákvæð sýni.
Kína stendur frammi fyrir stærstu Covid-19-smitbylgju sem riðið hefur yfir landið í tvö ár. Fjöldi smita tvöfaldaðist frá laugardegi til sunnudags, en í gær greindust 3.400 jákvæð sýni. Kína hefur viðhaldið strangri smitleysisnálgun sinni í gegnum faraldurinn, frekar en að stefna að hjarðónæmi. Ómíkron-afbrigðið hefur þó flækst aðeins fyrir því markmiði. Við vikulok var gripið til harðra aðgerða í nokkrum borgum í Jilin-héraði, þar sem flest smit hafa greinst. Þá var borgarstjóra Jilin og formanni heilbrigðisnefndar Changchun sagt upp vegna ófullnægjandi aðgerða til að hindra útbreiðslu smita. Smitum hefur fjölgað hægt og bítandi frá því í febrúar en aðgerðir hafa verið með vægara móti, samanborið við þær sem gripið var til í desember, með tveggja vikna útgöngubanni í borginni Xi'an, þar sem þrettán milljónir búa. Umdeilt er þar í landi hvort breyta eigi um stefnu eða halda áfram smitleysisnálguninni.